| Ástæður fyrir skemmdum í heila eru margar, bæði
utan- aðkomandi og innan frá. Innri orsakir eru oft blóðrásartruflannir
af einhverjum toga og ætlum við að fjalla um þær
sérstaklega. Það eru fjórar meginæðar
sem greinast um heilann og sjá honum fyrir eðlilegu blóðflæði.
Verði þær fyrir skemmdum eða stíflur myndast
í þeim, skaddast sá hluti heilans sem fyrir verður. Þrjú afbrigði af æðasjúkdómum eru aðal orsakavaldar heilablóðfalla, þau eru ; blóðsegi, blóðreki og blæðing. Blóðsegi og blóðreki eru oft kölluð einu nafni blóðtappi. Allt veldur þetta truflun á flæði súrefnisríks blóðs til heilans, en heilavefurinn er afar viðkvæmur og þolir illa súrefnisskort, og koma skemmdir því fljótt í ljós. Einkenni fara eftir stærð og staðsetningu skemmdarinnar, og einnig tímanum sem líður, frá áfallinu og þar til sjúklingur kemst undir læknishendur. Forvarnir eru mikilvægur þáttur til að varna sjúkdómum sem valda heilablóðföllum
Blóðtappi og blæðing geta leitt til dauða. Þegar
slíkir áverkar verða í heila geta einkennin gengið
til baka þó það taki mislangann tíma, en stundum
eru þeir varanlegir. |