Heilaáföll / Heilaáföll

Blæðing

Þegar blæðing er orsök heilablóðfalls, er um að ræða galla í veggjum slagæða sem veldur því að æð getur sprungið eða rifnað.

Hækkaður blóðþrýstingur getur verið einn af orsakavöldunum, þá blæðir út í heilavefinn eða undir heilahimnu. Einnig getur rof á æð, verið orsök, sem myndast vegna gúlps á henni, svo kallaður slagæðagúlpur. Gúlpurinn ýmist springur eða úr honum vætlar blóð út í vefina í kring, blóðið storknar svo vegna mótþrýstings og veldur þetta skemmdinni. Heilablæðing getur verið alvarlegri en blóðtappamyndun, fyrst í stað, þó að langtíma áhrif séu lík af öllum orsakavöldum heilablóðfalla.


Taugavefurinn: Heilaáföll
Höfundar: Friðbjörg Jóhanna Sigurjónsdóttir og Halldóra Guðlaug Helgadóttir
Vefari: Sigurlaug Kristmannsdóttir sigurlaug@arnarson.is
Jarðfræði-, landafræði- og líffræðideild Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi
Síðast uppfært maí 2001
URL: http://sigurlaug.arnarson.is/liffraedi/taugavefur/taugar1/blaed.htm