Heilaáföll / Heilaáföll

Blóðtappi


Myndin sýnir blóðtappa í æð í heila.
Blóðsegi.
Þegar blóðsegi myndast er það vegna þrengingu í heilaslagæð, oftast er ástæðan æðakölkun. Þannig að þegar blóðið rennur um æðarnar fer það of hægt um, vegna þrenginga og vegna hrjúfs yfirborðs æðarinnar. Þetta veldur því að blóðið setur af stað storknunnarferli inn í æðinni, hún stíflast og tappi myndast þ.e blóðsegi. Skemmd verður í vefnum því að súrefnisríkt blóð nær ekki að berast til þess hluta heilans sem æðin átti að þjóna, hún getur verið stífluð að hluta eða alveg. Blóðsegi veldur oftar varanlegum einkennum.

Blóðreki.
Orsök blóðreka er sjúkdómur annars staðar í líkamanum, oftast frá hjarta. Þá myndast blóðtappi sem berst um í blóðrásinni (blóðreki) og þegar æðarnar þrengjast festist tappinn og æðin lokast, þetta veldur blóðþurrð í vefnum sem leiðir svo til skemmdar. Blóðreki veldur oftar einkennum sem ganga að mestu eða alveg til baka.


Taugavefurinn: Heilaáföll
Höfundar: Friðbjörg Jóhanna Sigurjónsdóttir og Halldóra Guðlaug Helgadóttir
Vefari: Sigurlaug Kristmannsdóttir sigurlaug@arnarson.is
Jarðfræði-, landafræði- og líffræðideild Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi
Síðast uppfært maí 2001
URL: http://sigurlaug.arnarson.is/liffraedi/taugavefur/taugar1/blod.htm