Heilaáföll / Heilaáföll

Einkenni greining og forvarnir

Einkenni
Heilablóðfall getur átt sér stað með ýmsum hætti. Verði það í svefni veit viðkomandi ekki af því, en vaknar t.d lamaður að hluta eða mállaus. Verði það í vöku getur það í byrjun lýst sér í þyngsla tilfinningu í útlimum eða með skyndilegu meðvitundarleysi. Vinstri helmingur heilans stjórnar hægri helming líkamans og öfugt. Yfirleitt er það aðeins annar helmingur heilans sem verður fyrir skemmdinni, þ.a.l lamast oft aðeins annar helmingur líkamans. Sérstök svæði eru á yfirborði hvors heilahvels fyrir sig, en þau eru stjórnstöðvar ákveðinnar starfsemi eða líkamshluta. Þannig má sjá með því að fylgjast með t.d sjón, tali og hreyfingum hvaða æð heilans hefur orðið fyrir sköddun.
Helstu einkenni heilablóðfalls eru:
  • höfuðverkur, ógleði og uppköst,
  • skyndilegt meðvitundarleysi,
  • skert hreyfigeta, dofi í útlimum, lömun í hægri eða vinstri hlið líkamans,
  • lömun tilfinninga, sjónar, tals og hugsunar, tal- og skilnings- örðugleikar.

Myndin sýnir staðsetningar ýmissa stöðva í heila.
Greining:
Greining byggist fyrst og fremst á sjúkrasögu sjúklings.Til að meta afleiðingar heilablóðfalls þarf læknir að fá hjartaafrit og röntgenmyndir og tölvusneiðmyndir af höfði og brjóstholi sem og ómskoðun af æðum ganglima, fer það eftir staðsetningu tappa/blæðingar.
Þörf er á mismunandi rannsóknum til að ákvarða staðsetningu og orsök truflunarinnar, þó að meðhöndlun allra gerða heilablóðfalla sé í megindráttum sú sama.

Forvarnir:
Forvarnir felast í því að fækka áhættuþáttum sem leiða til hjarta og æðasjúkdóma. Segir ekki máltækið að hóflega drukkið vín gleðji mannsins hjarta ? og er það sannað að hófleg neysla lækkar tíðni heilablóðfalla.
Almennir áhættuþættir eru flestum kunnir og er því þreytandi að telja það upp, en góð vísa er aldrei of oft kveðin.

Hætt´að reykja og sukka
Sett´ei tólg og feiti í maga
Rýrnar þá þín lukka
Því heilann ekki er hægt að laga.
Verum létt og verum hress
Hlauptu út um haga
Minnkum líka stress, ó stress
Blóðþrýstingur má eigi baga
Kveljist þú af sykursýki
Passa þú þá hana.
Sem sagt frumsamin þula eftir óþekkta höfunda, en segir allt sem segja þarf.


Taugavefurinn: Heilaáföll
Höfundar: Friðbjörg Jóhanna Sigurjónsdóttir og Halldóra Guðlaug Helgadóttir
Vefari: Sigurlaug Kristmannsdóttir sigurlaug@arnarson.is
Jarðfræði-, landafræði- og líffræðideild Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi
Síðast uppfært maí 2001
URL: http://sigurlaug.arnarson.is/liffraedi/taugavefur/taugar1/einke.htm