Fæðuvefir
Orkuflæði
Efnahringrásir
Líffélög
Framvinda
|
Orkuflæði:
|
Frumframleiðendur
sækja orku í sólarljósið,
binda hana með hjálp blaðgrænu
í lífræn efni eins og sykrur,
fitu , prótín
og kjarnsýrur.
Orkan berst svo bundin í sameindum þessara efna
eftir fæðukeðjum til neytenda.
Engin lífvera kemst af án orku. Orkan flæðir
í eina átt frá sólu í gegnum
vistkerfið sem efnaorka milli lífvera vistkerfisins.
Ljóstillífun er ferli sem umbreytir sólarorku
yfir í efnaorku. Lífverurnar losa orkuna úr
lífrænu efnunum við öndun (efnaskipti
öndunar-bruni).
Við öndun/bruna lífveranna tapast hluti orkunnar
út í umhverfið á formi hita eða
varmaorka sem nýtist lífverunum ekki aftur.
Orkan hefur því einstefnu í vistkerfinu,
hún berst inn í vistkerfi í formi sólarorku
og er umbreytt í efnaorku við ljóstillífun
og losnar svo smátt og smátt út í
umhverfið í formi varmaorku við öndun/bruna.
|
|