Í
vistkerfum er hægt að flokka lífverur
eftir því hvernig þær afla
sér næringar. Næringarefnin eru
annars vegar notuð sem hráefni í
líkamanum og hins vegar sækir líkaminn
í þau orku til lífsstarfanna.
Plöntur og nokkrir bakteríuhópar
eru frumbjarga þ.e.
lífverurnar nýmynda þessi efni
sjálfar. Dýr, sveppir, flestir bakteríu-og
frumverahópar eru ófrumbjarga þ.e.
þær verða að sækja lífræna
fæðu í grænar plöntur
eða aðrar frumbjarga lífverur.
Allar frumbjarga lífverur kallast frumframleiðendur
en ófrumbjarga neytendur. Neytendur geta verið
grasætur, kjötætur, alætur,
dreggætur (grotætur), síarar og
rotverur.
Samband frumframleiðenda og neytenda er oft sýnt
með fæðukeðju
Dæmi um:
1) Fæðukeðju á landi : gras (frumframleiðandi)
> grasmaðkur (1.stigs neytandi)>
skógarþröstur (2. stigs neytandi)
>köttur (3.stigs neytandi)
2) Fæðukeðju í sjó: Plöntusvif
>dýrasvif >loðna >þorskur
>selur
|