MND

MND eða Motor Neuron Disease
Hreyfitaugahrörnun MND/ALS.

Heitið MND er notað yfir nokkra skylda sjúkdóma sem hafa áhrif á hreyfitaugar í heila og mænu en í gegnum þessar hreyfitaugar berast rafboð frá heila til vöðva og mænu. Hreyfitaugarnar visna og deyja og það veldur máttleysi og rýrnun vöðva. MND hefur ekki áhrif á snerti-og lyktarskyn, sjón heyrn eða meltingarfæri. Hraði hrörnunar og áhrif sjúkdómsins eru mjög mismunandi milli manna.

Til eru nokkrar tegundir af MND:

  • Ef aðeins efri hreyfitaugungar eru skaddaðir er það kallað: Ágeng hreyfitaugahrörnun.
  • Ef aðeins neðri hreyfitaugungar eru skaddaðir er talað um: Vaxandi vöðvarýrnun.
  • En ef bæði efri og neðri taugungar eru skemmdir er sjúkdómurinn kallaður: ALS eða amyotrophic lateral sclerosis, eða blönduð hreyfitaugungahrörnun, sem er algengasta form sjúkdómsins hjá fullorðnum.


Taugavefurinn: MND eða Motor Neuron Disease
Höfundar: Íris L. Blandon og Snæbjört Ýrr Einarsdóttir
Vefari: Sigurlaug Kristmannsdóttir sigurlaug@arnarson.is
Jarðfræði-, landafræði- og líffræðideild Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi
Síðast uppfært maí 2001
URL: http://sigurlaug.arnarson.is/liffraedi/taugavefur/taugar3/mnd.htm