Verkefni 8:  Litningar, gen og frumuskiptingar.  Sjá lausnir.


  • Þetta er einstaklingsverkefni um litninga, gen og frumuskiptingar. 
  • Svarið eftirfarandi spurningum skriflega og skilið í lok 12. viku. 
    • 1.  Skilgreinið eftirfarandi hugtök: 
      • Litningur: 
      • Gen: 
      • DNA: 
      • Einlitna: 
      • Tvílitna: 
      • Samstæðir litningar: 
      • Samsæt gen: 
      • Þráðhaft: 
    • 2.  Gerið grein fyrir mítósu (teiknið myndir til útskýringar).  Hvaða frumur myndast við mítósu? 
    • 3.  Gerið grein fyrir meiósu (teiknið myndir til útskýringar).  Hvaða frumur myndast við meiósu? 
    • 4.  Tvílitna fruma hefur 8 litninga, það er 2n=8. 
      • Hversu marga litninga fær hver dótturfruma þegar þessi fruma skiptir sér með mítósu? 
      • Hversu marga litninga fær hver dótturfruma þegar þessi fruma skiptir sér með meiósu? 
      • Hve margar dótturfrumur myndast ef fruman skiptir sér með mítósu? 
      • Hve margar dótturfrumur myndast ef fruman skiptir sér með meiósu? 
    • 5.  Við frumuskiptingar er reynt að tryggja að dótturfrumur fái sömu upplýsingar um gerð próteina og móðurfruman hafði.  Þetta getur þó misfarist.  Hvaða afleiðingar hefur það ef þetta ferli misferst við mítósu annars vegar og við meiósu hins vegar. 

Umsjón og hönnun:
Fjölbrautaskólinn við Ármúla - María Björg Kristjánsdóttir og Sigurlaug Kristmannsdóttir. Síðast uppfært í nóvember 2001