Verkefni 8: Litningar,
gen og frumuskiptingar. Lausnir.
-
1. Skilgreinið eftirfarandi hugtök:
-
Litningur: Litningur er frumulíffæri
úr próteinum og erfðaefninu DNA.
-
Gen: Gen er litningsbútur.
-
DNA: Kjarnsýra sem er erfðaefni
frumunnar.
-
Einlitna: Einlitna eru frumur sem hafa
aðeins einn litning af hverri gerð.
-
Tvílitna: Tvílitna eru frumur
sem hafa alla litninga í pörum og er annar litningur parsins
ættaður frá móður og hinn frá föður.
-
Samstæðir litningar: Samstæðir
litningar eru litningspar og er annar litningur parsins frá móður
og hinn frá föður.
-
Samsæt gen: Gen í sama sæti á
samstæðum litningum eru samsæt.
-
Þráðhaft: Þráðhaft
er próteinþráður sem tengir saman litning og nákvæmt
afrit hans, eftir að litningurinn hefur tvöfaldast fyrir frumuskiptingu.
-
2. Gerið grein fyrir mítósu (teiknið
myndir til útskýringar). Hvaða frumur myndast við
mítósu? Rétt áður
en fruman skiptir sér (interfasi) skiptir deilikornið sér
og litningarnir tvöfaldast. Sérhver litningur er fastur
við nákvæmt afrit sitt með þráðhafti.
Þá leysist kjarnhimnan upp, kjarnakornið hverfur, litningarnir
verða sýnilegir og deilikornin færast sundur. Spóluþræðir
myndast á milli deilikorna. Þá raðast litningarnir
upp á miðja spólu (metafasi) og síðan slitna
þráðhöftin og litningar dragast að sitt hvoru
deilikorninu (anafasi). Að lokum fer fram frumuskipting, kjarnakorn
og kjarnhimna myndast og litningarnir verða ógreinilegir.
Sjá mynd 8.3 í kennslubók og einnig þessa mynda
af mítósu.
Afrakstur mítósunnar eru tvær tvílitna dótturfrumur
sem eru báðar með eins litninga og þær eru einnig
með eins litninga og móðurfruman hafði. Líkamsfrumur
myndast við mítósu.
-
3. Gerið grein fyrir meiósu (teiknið
myndir til útskýringar). Hvaða frumur myndast við
meiósu? Við meiósuna myndast 4 einlitna
dótturfrumur úr hverri tvílitna móðurfrumu.
Dótturfrumurnar eru hver annarri ólíkar og þær
eru allar ólíkar móðurfrumunni. Kynfrumur
myndast við meiósu. Sjá mynd 8.5 í kennslubók.
-
4. Tvílitna fruma hefur 8 litninga, það
er 2n=8.
-
Hversu marga litninga fær hver dótturfruma þegar
þessi fruma skiptir sér með mítósu?
8
-
Hversu marga litninga fær hver dótturfruma þegar
þessi fruma skiptir sér með meiósu? 4
-
Hve margar dótturfrumur myndast ef fruman skiptir
sér með mítósu? 2
-
Hve margar dótturfrumur myndast ef fruman skiptir
sér með meiósu? 4
-
5. Við frumuskiptingar er reynt að tryggja
að dótturfrumur fái sömu upplýsingar um gerð
próteina og móðurfruman hafði. Þetta
getur þó misfarist. Hvaða afleiðingar hefur
það ef þetta ferli misferst við mítósu
annars vegar og við meiósu hins vegar. Ef
þetta ferli misferst, myndast líkamsfrumur með skaddað
litningamengi, þetta hefur áhrif á einstaklinginn sjálfan.
Ef meiósan misferst, myndast kynfrumur með skaddað litningamengi,
þetta hefur áhrif á afkvæmi einstaklingsins.
|