Alzheimer

Úrræði

Draga má mjög úr einkennum og fylgikvillum sjúkdómsins með viðeigandi meðferð, stuðningi og fræðslu. Því er mikilvægt að aðstandendur leiti upplýsinga og kynni sér hvaða aðstoð stendur til boða. Heimaþjónust fyrir Alzheimersjúklinga og aðra minnissjúka er tvíþætt. Annarsvegar er það heimahjúkrun sem er í höndum heilsugæslustöðva og hinsvegar félagslegur þáttur. Sjúklingar sem búa heima geta nýtt sér dagvistanir fyrir Alzheimerssjúklinga og aðra minnissjúka og jafnframt hvíldarinnlagnir á hjúkrunarheimilum og sjúkrahúsum. Þegar sjúklingur getur ekki lengur búið heima eru sólahringvistanir t.d. á sérhæfðum stoðbýlum/sambýlum og á einingum innan hjúkrunarheimilanna.


Taugavefurinn: Alzheimer
Höfundar: Bjarney Sigurlaugsdóttir, Lilja Böðvarsdóttir og Ólafía Eyrún Sigurðardótti
Vefari: Sigurlaug Kristmannsdóttir sigurlaug@arnarson.is
Jarðfræði-, landafræði- og líffræðideild Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi
Síðast uppfært maí 2001
URL: http://sigurlaug.arnarson.is/liffraedi/taugavefur/taugar4/ur.htm