Alzheimer

Samvera og umönnun fólks sem þjáist af Alzheimer

Sem aðstandandi skal forðast aðsetur þar sem margt er um manninn, mikill hávaði sem og staði sem eru sjúklingnum ókunnugir. Slíkar aðstæður vekja óöryggi hjá sjúklingnum. Mikill munur getur verið á milli einstaklinga sem þjáist af Alzeimer. Á meðan einn getur fengið veruleg geðræn einkenni eru þau sáralítil hjá öðrum. Samveran við þann minnissjúka getur verið erfið. Sjúklingurinn krefst svo mikillar athygli að samskipti við aðra fjölskyldumeðlimi og vini sitja á hakanum. Sumir sem átt hafa náinn aðstandanda með minnissjúkdóm þekkja til einmanaleika og jafnvel einangrunar, þegar fjölskylda og vinir fjarlægjast. Hegðunarmynstrið hjá þeim sjúka verður stundum afbrigðilegt. Margir aðstandendur kannast við reiðiköst sem beinast að hinum sjúka. Þetta veldur oft miklu samviskubiti sem getur verið erfitt að lifa með. Ekki má gleyma því að persónuleikabreyting sjúklingsins veldur aðstandendum mikilli sorg. Einstaklingurinn er ekki sá sami og því er um ákveðinn ástvinamissi að ræða.


Taugavefurinn: Alzheimer
Höfundar: Bjarney Sigurlaugsdóttir, Lilja Böðvarsdóttir og Ólafía Eyrún Sigurðardótti
Vefari: Sigurlaug Kristmannsdóttir sigurlaug@arnarson.is
Jarðfræði-, landafræði- og líffræðideild Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi
Síðast uppfært maí 2001
URL: http://sigurlaug.arnarson.is/liffraedi/taugavefur/taugar4/sam.htm