Alzheimer

Orsakir Alzheimers

Orsakir sjúkdómsins eru ekki þekktar en arfgengar veilur (punktbreitingat) eru taldar líklegar því m.a. hefur greinst gallað gen á 21. líkamslitningi sjúklinga (genið er kallað APP). Þessar breytingar eru einungis sjáanlegar í smásjá og eðli þeirra er flókið. Breytingarnar felast í því að mikill fjöldi heilafruma starfar ekki. Á það einkum við taugafrumur í ytra lagi heilans.
Genið APP stýrir myndun utanfaraprótíns sem nýtt er til myndunar sterkjulíkis (amyloid), sem myndað er úr áðurnefndu prótíni og fjölsykri. Hugsanlegt er að sterkjulíkið setjast innan á heilaæðarnar og valdi áðurnefndri æðalöskun vegna truflunar á blóðflæði um heilahol. Athyglisvert er að mongólítar (með aukalitning í 21. l íkamslitning) sem ná u.þ.b. 45 ára aldri greinast alltaf með Alzheimerseinkenni sem staðfestir tengsl sjúkdómsins við 21. líkamslitning. Enn fremur er talið hugsanlegt að endurtekin höfuðhögg geti orsakað minnisglöp. Margvíslegar rannsóknir eru gerðar til að auka skilning fólks á sjúkdómnum.

Þó er vitað að Alzheimer orsakast ekki af:

  1. Kölkun í slagæðum til heilans og sjúkdómurinn virðist ekki vera í tengslum við blóðstreymisvanda.
  2. Alzheimer sjúkdómurinn er ekki smitandi. Hann berst ekki frá einum einstaklingi til annars. Það getur þó valdið hugarangri að búa með Alzheimer sjúklingi.
  3. Alzheimer sjúkdómurinn orsakast ekki af vannotkun eða ofnotkun heilans, hann ræðst á fólk í öllum starfsgreinum, öllum þjóðfélagsstéttum. Háskólaprófessorar, verkamenn, læknar, vísindamenn, ræstingfólk, allir geta orðið fórnarlömb þessa sjúlkdóms.
  4. Alzheimer sjúkdóimurinn orsakast ekki af streitu eða því að setjast í helgan stein, ástvinamissi, búferlaflutningum eða neina þvíumlíku.
  5. Alzheimer telst ekki til kynsjúkdóma. Fyrir nokkrum árum var ákveðin tegund heilabilunar, sem rakin var til þriðja stiga sárasóttar, tiltölulega algeng, en með aukinni formmeðferð er sú tegund æ sjaldgæfari.
  6. Alzheimer orsakast ekki af elli. Það er nú almennt viðurkennt að flest eldra fólk nýtur tiltölulega óskertrar andlegrar hæfni og minnis.
  7. Alzheimer sjúkdóminn er ekki hægt að rekja til álmagns í umhverfinu eða annarra málma. Rétt er að í heila Alzheimer sjúklinga má finna umfram magn af áli, en miðað við allt það ál sem er að finna í umhverfinu, væru allir meira og minna undirlagðir af sjúkdómnum ef þetta væri eina skýringin.


Taugavefurinn: Alzheimer
Höfundar: Bjarney Sigurlaugsdóttir, Lilja Böðvarsdóttir og Ólafía Eyrún Sigurðardótti
Vefari: Sigurlaug Kristmannsdóttir sigurlaug@arnarson.is
Jarðfræði-, landafræði- og líffræðideild Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi
Síðast uppfært maí 2001
URL: http://sigurlaug.arnarson.is/liffraedi/taugavefur/taugar4/orsak.htm