Alzheimer

Meðferðin og lyf

Hægt er að hægja á sjúkdómnum með lyfinu donepezil (Aricepta) en ekki lækna hann. Auk lyfjameðferðar er nauðsynlegt að leita félagslegrar aðstoðar því í fæstum tilvikum er hægt að annast sjúklinginn heima.

Þess kann þó vera skammt að bíða að hægt verði að gefa nýtt lyf við hinum skelfilegu áhrifum sem Alzheimer- sjúkdómurinn hefur á fólk. Lyfið galantamine virðist bæta minnistap og hefur fáar aukaverkanir, samkvæmt niðurstöðum kanadískrar og evrópskrar rannsóknar sem greint er frá í nýjasta hefti British Medical Journal. Niðurstöðurnar staðfesta rannsóknir sem gerðar voru í Bandaríkjunum og leiddu í ljós að Alzheimer-sjúklingar sem tóku galantamine stóðu sig betur á minnis- og námsprófum en þeir sem tóku platlyf. Framfarirnar koma í ljós viku eftir að skjúklingarnir voru búnir að taka áætlaðan skammt. Galantamine er eitt nokkurra Alzheimer-lyfja sem virka á þann hátt, að þau auka magn acetýlchlonins,sem er taugaboðefni, í heilanum. Efnið auðveldaar samskipti taugafrumna. Lyfið er þó ekki fyrir hvern sem er og segir Wilcock að það virðist ekki henta sjúklingum með Alzheimer á háu stigi. Þá benda vísindamenn á, að ekki sé ljóst hversu lengi lyfið geti virkað. Hingað til hafi rannsóknir einungis verið gerðar í hálft til eitt ár og ekki er heldur ljóst hvort lyfið vinnur gegn sjúkdómnum sjálfum eða einungis einkennum hans..

Kanadískir vísindamenn segjast hafa framleitt öflugt bóluefni við Alzheimer-sjúkómnum og er það nú tilbúið til prófana á mönnum. Kemur það að sögn í veg fyrir eða dregur úr minnistapi og elliglöpum, sem sjúkdómnum fylgja. Frekari rannsóknir á lyfinu fara fram á næstunni og vísindamennirnir trúa því, að farið verði að prófa það á mönnum innan árs.


Taugavefurinn: Alzheimer
Höfundar: Bjarney Sigurlaugsdóttir, Lilja Böðvarsdóttir og Ólafía Eyrún Sigurðardótti
Vefari: Sigurlaug Kristmannsdóttir sigurlaug@arnarson.is
Jarðfræði-, landafræði- og líffræðideild Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi
Síðast uppfært maí 2001
URL: http://sigurlaug.arnarson.is/liffraedi/taugavefur/taugar4/med.htm