| Talið er að u.þ.b. 5-7 % fólks sem er eldra er 65 ára sé haldið minnisglöpum. Eins og sést er sjúkdómurinn einkum algengur hjá rosknu fólki en til eru dæmi um að hann herji á ungt fólk. Sjúkdómurinn þróast hægt en bítandi og leiðir til dauða eftir 7 - l0 ár. Á Íslandi hafa u.þ.b. l500 einstaklingar greinst með Alzheimer-sjúkdóm miðað við tölur frá nágrannalöndum. Sjúkdómurinn sem slíkur er ekki arfgengur en hins vegar virðist hættan aukast ef foreldrar hafa þjáðst af honum. |