Alzheimer

Hvað er Alzheimer?

Alzheimer-sjúkdómur (Alzheimer disease eða AD) er hrörnunarsjúkdómur sem veldur andlegri hnignun (dementia) meðal fólks. Alzheimer sjúkdómurinn er kenndur við þýskan lækni, Alois Alzheimer sem uppgötvaði hann hringum l907. Sjúkdómurinn leiðir til minnistaps og skerðingar á ýmsum andlegum, félagslegum, og líkamlegum þáttum. Sjúkdómurinn hefur laskandi áhrif á heilahnoð heilabarkarins og kemur hrörnunin fram á u.þ.b. 5 - l0 árum. Greina má áberandi vefjalöskun er kallast vefjavisnun (Atrophia) í ennis-, hvirfil- og gagnaugabeinsfellingum í heila Alzheimersjúklinga. Alzheimersjúkdómur veldur því að sjálfar taugafrumurnar (í mörgum hlutum heilans) eyðileggjast hægt og sígandi, sennilega vegna ójafnvægis í boðefnaskiptum í heilanum.


Taugavefurinn: Alzheimer
Höfundar: Bjarney Sigurlaugsdóttir, Lilja Böðvarsdóttir og Ólafía Eyrún Sigurðardótti
Vefari: Sigurlaug Kristmannsdóttir sigurlaug@arnarson.is
Jarðfræði-, landafræði- og líffræðideild Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi
Síðast uppfært maí 2001
URL: http://sigurlaug.arnarson.is/liffraedi/taugavefur/taugar4/hvad.htm