Alzheimer

FAAS


FASS, félag áhugafólks og aðstandenda Alzheimerssjúklinga og annarra minnissjúkra var stofnað árið 1985. Markmið félagsins er m.a. að gæta hagsmuna skjólstæðinga sinna, efla samvinnu og samheldni aðstandenda m.a. með fræðslufundum og úgáfustarfsemi og auka skilning stjórnvalda, heilbrigðisstétta og almenninngs á þeim vandamálum sem þessir einstaklingar og aðstandendur þeirra eiga við að etja. Alzheimerssamtökin eru landssamtök. Systursamtök starfa á Akureyri og bera nafnið FAAS-AN. Félagið er með opna fræðslufundi yfir vetrarmánuðina og eru þeir auglýstir í fréttabréfi FAAS, sem kemur út sjö til átta sinnum á ári, og í fjölmiðlum. Félagið er með aðsetur að Austurbrún 31, 104 Reykjavík, en pósthólf félagsins er 5389, 125 Reykjavík.


Taugavefurinn: Alzheimer
Höfundar: Bjarney Sigurlaugsdóttir, Lilja Böðvarsdóttir og Ólafía Eyrún Sigurðardótti
Vefari: Sigurlaug Kristmannsdóttir sigurlaug@arnarson.is
Jarðfræði-, landafræði- og líffræðideild Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi
Síðast uppfært maí 2001
URL: http://sigurlaug.arnarson.is/liffraedi/taugavefur/taugar4/faas.htm