Alzheimer sjúkdómur einkennist af minnistapi, þannig að umhverfi sem áður var kunnuglegt verður sjúklingnum framandi.
|
Minnistap og vitglöp eru höfuðeinkenni þessa hrörnunarsjúkdóms.
Sjúklingurinn kann að muna löngu liðna atburði en það sem er nýskeð gleymist srax.
Sjúklingurinn, sem oftast er á sjötugsaldri, verður áttaviltur, einkum um nætur og stundum árásargjarn.
Þegar sjúkdómurinn er langt genginn hættir sjúklingurinn fótaferð, gerir á sig og er algerlega
ósjálfbjarga. Alzheimersjúkdómurin stafar af því að taugafrumur í heila hrörna og heilinn rýrnar.
Þótt orsakir séu ókunnar, benda sumar rannsóknir til þess að sjúkdómurinn kunni að tengjast miklu magni
af áli eða eiturefnum í líkamanum.
Alzheimer-sjúkdómur leiðir til hrörnunar heilans og vitglapa. Einkenni sjúkdómsins koma fyrst og fremst fram í lélegu minni og þverrandi hæfni til að takast á við lífið og tilveruna. Sjúklingurinn missir raunveruleikatengsl. Á byrjunarstigi Alzheimer-sjúkdóms er sjúklingurinn meðvitaður um að minnið er byrjað að bresta. Þegar á líður minnkar þessi meðvitund. Tímabilið fram að þessu getur valdið óþægindum. Tilfiningar eins og hræðsla, ringulreið og vonleysi geta verið áberandi. Þessar óþægilegu tilfinningar hverfa hjá sjúklingnum þegar sjúkdómurinn ágerist. Hins vegar eykst vandi aðstandandenda. Sjúkdómurinn byrjar með óljósum einkennum, m.a. skort á einbeitingu og skammtíma minnistapi, gleymska á nýafstaðnum atburði, síðar algjört minnistap, skortur á hæfileika til staðsetningar, t.d. vita einstaklingar ekki hvar þeir eiga heima, kvíði, hræðslu- og óttatilfinning, málstol (agnosia), verulegir fjarskipta erfileikar, þunglyndi, reiði, skortur á rökhugsun, verkstol (apraxia), veit t.d. ekki til hvers hlutir eru notaðir o.fl. |