MND

Sjúkdómseinkenni MND

MND/ ALS er sjúkdómur sem ágerist,yfirleitt hratt. Það þýðir að viðkomandi sem greinist með sjúkdóminn verður máttlausari eftir því sem tíminn líður, smám saman en stöðugt. Sjúkdómurinn læðist aftan að manni og oft finnur fólk ekki fyrir fyrstu einkennum. Þess má geta að þegar MND/ALS bindur enda á lífið fyrr en reiknað er með er það vegna þess að smámsaman verður þindin það veikburða að lungun geta ekki starfað eðlilega. Allir viljastýrðir vöðvar geta orðið fyrir áhrifum sjúkdómsins, líka þeir sem stjórna andlitsdráttum, tyggingu, kyngingu, tali, hálsi, öndun, bol og útlimum. Ekkert mynstur virðist vera á því hvar MND stingur sér niður. Ein undantekning er þó á því þ.e. ef annar handleggur eða fótleggur hefur orðið fyrir áhrifum verður líklega gagnstæður handleggur eða fótleggur næstur.


Taugavefurinn: MND eða Motor Neuron Disease
Höfundar: Íris L. Blandon og Snæbjört Ýrr Einarsdóttir
Vefari: Sigurlaug Kristmannsdóttir sigurlaug@arnarson.is
Jarðfræði-, landafræði- og líffræðideild Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi
Síðast uppfært maí 2001
URL: http://sigurlaug.arnarson.is/liffraedi/taugavefur/taugar3/sjuk.htm