|
Blóðtappi: Þegar heilablóðfall verður, þ.e æð í heilanum stíflast vegna blóðtappa, þarf sjúklingurinn að komast undir læknishendur sem fyrst. Frumur heilans er hægt að endurlífga innan ákveðina tímamarka. Nýjar aðferðir hafa verið þróaðar til að koma blóðrás heilans af stað aftur. Þessar nýju aðferðir eru að gefa sjúkling blóðþynningarlyf til að losa um blóðtappann sem í æðinni er. Ýmisst er það gert í bláæð eða í slagæð. Í fyrra dæminu eru tíma mörkin 3 tímar en í seinna dæminu eru það 6 tímar. Þegar aðgerðin er framkvæmd í gegnum slagæð er sjúklingnum haldið vakandi og einungis staðdeyfður og er það til að læknar geti fylgst með hvort sjúklingur endurheimtir eitthvað af fyrri getu. Sjálf aðgerðin er framkvæmd þannig að lítill skurður er skorinn í nára og nál stungið í slagæð og holleggur þræddur upp að svæðinu þar sem tappinn situr. Skyggnu-efni er sett í æðarnar og myndum varpað á sjónvarpsskjá, þær eru notaðar til að sjá þræðinguna. Fjarlægðin frá nára og upp í heila er u.þ.b meter. Á skjánum sést hvar skyggnu-efnið kemst ekki inn í æðar vegna tappans. Þangað er þrætt og blóðþynningarefninu sprautað beint í blóðtappann og hann leysist upp. Yfirleitt tekur aðgerðin um 4 kukkustundir og er þá búið að snúa ferlinu við og sjúklingur búinn að endurheimta mikið af fyrri getu. Læknarnir meta hættuna við notkun blóðþynningar lyfsins gegn því sem sjúklingur endurheimtir af fyrri getu.
Slagæðagúll: |