|
Engin lyf eru til við heilablóðfalli, en ef stutt er síðan tappi hefur myndast er hægt að gefa blóðsegaleysandi lyf sem stuðla að því að tappinn leysist upp og heilavefurinn fær til sín súrefnisríkt blóð aftur og hindrar frekari skemmdir.
Eftir áfallið eru gefin blóðþynningarlyf. Notaðar eru tvær tegundir lyfja og fer það eftir hversu mikil blóðþykknunin er hvor þeirra er valin. Í vægari tilfellum er notað Magnýl sem inniheldur acetylsalisylsýru eða Dipyridamol, sem minnka samloðun blóðflagna og storku eiginleika blóðsins. Í alvarlegri tilfellum er notast við Kóvar sem inniheldur warfarin en það hindrar myndum K-vítamíns í lifur, K-vítamín er nauðsynlegt fyrir storknun blóðs. Þegar Kóvar er notað þarf að gæta ýtrustu varkárni og taka blóðsýni reglulega. Hægt er að lesa um þessi lyf í lyfjabókum. |