Heilaáföll

Lokaorð

Heilablóðföll flokkast með hjarta og æðasjúkdómum og eru þeir stærsta heilbrigðisvandamál hins vestræna heims í dag. Gífurlegur kostnaður fylgir alltaf þessum sjúkdómum og eru þar stórir þættir aðgerðir, lyf, endurhæfing og fleira.

Þeim sem fá heilablóðfall má skipta í þrjá jafnstóra hópa. Einn hópurinn deyr, annar verður fyrir varanlegri sköddun og þriðji hópurinn nær sér að fullu.

Ýmsar rannsóknir eru í gangi og beinast þær helst að andoxunarefnum, sem hindra oxun kólesteróls, en það þarf að oxast (tengjast súrefni) til að valda æðaskemmdum og æðakölkun. Ekki hafa fengist nein ótvíræð svör úr þessum rannsóknum, en þó hefur verið sýnt fram á að neysla á C- og E-vítamíni, og beta-karoten (þessi efni innihalda andoxunarefni) er betri en ekki.


Taugavefurinn: Heilaáföll
Höfundar: Friðbjörg Jóhanna Sigurjónsdóttir og Halldóra Guðlaug Helgadóttir
Vefari: Sigurlaug Kristmannsdóttir sigurlaug@arnarson.is
Jarðfræði-, landafræði- og líffræðideild Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi
Síðast uppfært maí 2001
URL: http://sigurlaug.arnarson.is/liffraedi/taugavefur/taugar1/loka.htm