Verkefni 7:   Villt spendýr á Íslandi

 
  • Markmið: 
    • Að nemendur afli sér  þekkingar um villt spendýr á Íslandi.
    • Að nemendur læri að vitna í heimildir í texta og að þeir læri að setja upp heimildaskrá.
  • Framkvæmd:
    • Vinnið í hópum, 2-4 saman.
    • Hver hópur velur sér hópstjóra, sem skrifar niður nöfn og símanúmer allra í hópnum.  Hópstjórinn ber síðan ábyrgð á því að virkja alla einstaklinga hópsins jafnt og að verkefnið verði tilbúið í tæka tíð.
    • Hópurinn skrifar ritgerð um villt spendýr á Íslandi. 
    • Í ritgerðinni þarf að koma fram hvernig viðkomandi spendýr eru flokkuð, latnesk heiti, lýsing á útliti þeirra, atferli, heimkynnum og lifnaðarháttum. 
    • Ritgerðin á að vera unnin í tölvu og lengd hennar þarf að vera 2-4 blaðsíður. Hugið vel að uppbyggingu ritgerðarinnar og munið að vitna í heimildir í texta.  Heimildaskrá þarf að fylgja með ritgerð.
    • Aflið ykkur upplýsinga í bókum, tímaritum og á veraldarvefnum.
  • Ritgerðarefni:
    • Hvalir (margar tegundir)
    • Selir (landselir og útselir)
    • Hreindýr 
    • Minnkar
    • Refir
    • Mýs (hagamýs og húsamýs)
    • Rottur
  • Einkunn verður gefin fyrir:
    • uppbyggingu ritgerðar, 
    • efnistök, 
    • tilvitnun í heimildir og 
    • heimildaskrá.
  • Skil:
    • Ritgerðinni á að skila í síðasta lagi 31. október 2001.


Fjölbrautaskólinn við Ármúla - María Björg Kristjánsdóttir og Sigurlaug Kristmannsdóttir/
október 2001