10. verkefni– Erfðatækni
Tilgangur verkefnis: að nemendur ræði og taki afstöðu
til nokkurra málefna sem tengjast rannsóknum í erfðatækni og möguleikum hennar.
Nemendur vinna saman í 3ja manna
hópum. Nemendur fá ákveðin viðfangsefni sem þeir eiga ræða, taka afstöðu til og
skrifa um stutta greinargerð,u.þ.b. ½ - 1 bls. Verkefnið á að vinna í einni
kennslustund og skal greinargerð hvers hóps skilað til kennara í lok
kennslustundar.
Heimildir: Kennslubók e. Örnólf bls. 179 –185, blaða-og tímaritsgreinar og
netið.
Mæting, þátttaka í umræðum og greinargerð verður metin.
Viðfangsefnin eru:
1) Klónun:
a) Vísindamenn hafa lýst því yfir að þeir ætli að hefja tilraunir með að
klóna menn. Við það ætla þeir að beita sambærilegum aðferðum og notaðar voru
við að klóna Dollý. Eiga íslensk yfirvöld að leyfa slíkar tilraunir?
Rökstyðjið.
b) Þið hafið tækifæri til að spyrja færan sérfræðing í klónun spendýra 3ja
spurninga. Hvers mynduð þið spyrja?
c) Gerið grein fyrir 3 atriðum sem mæla með klónun og 3 atriðum sem mæla
gegn klónun.
2) Erfðabreytt matvæli:
a) Hvað eru erfðabreytt matvæli?
b) Hverjir eru helstu kostir þeir og gallar?
3) Greining erfðasjúkdóma, genalækningar og fleira:
a) Eiginmaður óskar
eftir að taka egg úr deyjandi eiginkonu sinni. Eggið vill hann láta frjóvga með
sæði sínu og koma svo fyrir í konu sem gengur með barnið. Á að leyfa honum
þetta?
b) Gulli er með erfðasjúkdóm (Huntington – disease) þar sem einkenni koma
fram um miðjan aldur. Gulli sótti um stöðu í virtu stórfyrirtæki en fékk hana
ekki vegna vitneskju stjórnenda um sjúkdóminn. Þá vitneskju fengu stjórnendur
fyrirtækisins úr ákveðnum gagnagrunni. Hvað finnst ykkur um þessa niðurstöðu?
c) Hvað finnst ykkur um erfðafræðirannsóknir á fósturvísum ?